Baikonur

Þar sem Baikonur er var engin byggð fyrr en 1955 þegar Sovétríkin byggðu bæinn upp sem geimskota bæ. þar bjuggu flest um 100.000 manns og í dag eru um 60-70.000 manns í Baikonur og er aðalvinnan geimskot og það sem þeim fylgir. Um haustið 1957 heppnaðist skot og Sputnik hringsólaði um jörðina og kanarnir með nett sjokk.

Baikonur er í Kazakhstan sem var í Sovétríkjunum áður, eftir hrun Sovétsins leigja Rússar svæðið af Kazökkum. Rússar eru að byggja upp nýja skotaðstöðu í austurhluta Rússlands og skutu þar upp eldflaug á þessu ári

Baikonur er lokað svæði og þangað fer engin inn fyrir nema með leifi, ég ferðaðist með rússneskri ferðaskrifstofu sem er með samning við Roscosmos. Ferðin heppnaðist mjög vel og ekki hægt apð setja út á eitt atriði í ferðinni, í lokin fékk ég svo heljarinnar rúsínu í pilsuendann. Þegar flogið var frá Mowskvu til Baikonur var flogið í Airbus flugvél og frá Baikonur var flogið í Tupolev TU 134 sem er ein fallegasta farþegaþota sem framleidd hefur verið, smíðuð 1981 og í eigu Roscosmos.

mynd 1. eldflaugin kemur út úr húsi þar sem hún er samsett. 2. varageimfara, Frakki, Kani og Rússi. 3. Rússinn og ég. 4. fullkomin eldfaug og svo alskonaer járnarusl á svæðinu. 5. eldflaugin sett í skotstöðu. 6. vagninn sem flutti flaugina. 7. þeir sem hafa lesið fyrsta kaflann í geimferðasögunni vita að Korolev var höfuð og herðar í sovétska geimferða liðinu og var m.a. 6 ár í Gúlaginu 1939-45. 8. vinstra megin við súluna er módel af N1/L3 eldflaug sem átti að fara til tunglsins en sprakk í loft upp a.m.k. tvisvar áður en hætt var við verkefnið, h. megin er módel af R7 eldflaug sem setti Sputnik, Gagarin og fl. út í geim. 9. stytta af Gagarín sem fór út í geim apríl 1961 og þegar sólin sest í apríl í Baikonur sest hún í hendur Gagaríns. 10. svona hafa geimfararni það í Soyuz geimfari. 11. Soyuz geimfar, geimfararnir eru í miðju hylkinu og geta svo rétt úr sér og farið yfir í hylkið vinstra megin á mynd. 12. nærföt og geimbúnigur. 13. einn af 40 eldflaugahreyflum úr 1. stigi úr N1/L3 eldflaug. 14. eldfl. hreyflar úr 2. stigi Soyuz. 15. stjórnborð úr Buran geimskutlu sem fór eina ferð, mannlaus, út í geim. 16. farmrými í Buran. 17. Buran á safni og flýgur aldrei meir. 18. hópurinn snæðir Kazakhstan veislumat. 19. hópurinn við bæjarmerkið.  20. geimflaugin rétt fyrir skot. 21. fagnað með kampavíni. 22. dúkuð borð í Tupolev. 23. alvöru flugvélamatur og dúkað borð. 24. og svo vélin fína Tupolev TU 134 smíðuð 1981 og í eigu Roscosmosp1010042_1287965.jpg

p1010065_1287966.jpgp1010066_1287967.jpgp1010070_1287968.jpgp1010094_1287969.jpgp1010105_1287970.jpgp1010113_1287971.jpgp1010125_1287972.jpgp1010129_1287973.jpgp1010143_1287974.jpgp1010144_1287975.jpgp1010145.jpgp1010151.jpgp1010153.jpgp1010154.jpgp1010158.jpgp1010159.jpgp1010163.jpgp1010164_1287983.jpgp1010192.jpgp1010196.jpgp1010201.jpgp1010203.jpgp1010204.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kaerlega Jon, storkostlegar myndir og sjaumst svo vonandi i haust og eg fae tha vonadi alla ferdasoguna fra ther.

Bestu kvedjur.

Henry.

Benedikt Gudmnudsson (IP-tala skráð) 29.7.2016 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Sigurðsson

Höfundur

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Vélstjóri
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Skipaskrá forsíða small
  • Skipaskrá forsíða small
  • bók_1
  • Forsida_2019
  • Skipaskra forsida

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband